Mál Assange tekið fyrir í febrúar

Julian Assange, blaðamaður og stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, blaðamaður og stofnandi Wikileaks. AFP

Málflutningur í máli bandarískra stjórnvalda gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, verður í febrúar á næsta ári. Þetta tilkynnti breskur dómari í morgun. Bandarísk stjórnvöld hafa farið þess á leit við bresk að Assange, sem nú er í haldi í Bretlandi, verði framseldur þangað þar sem á að rétta yfir honum fyrir njósnir eftir að hafa, árið 2010, lekið hernaðarleyndarmálum og opinberum gögnum.

Meðal þess sem fram kom í gögnum Assange var að bandarísk stjórnvöld hefðu um árabil logið til um fjölda óbreyttra borgara sem látist hefðu í Afganistan. Raunverulegar tölur væru mun hærri. Þá lak Assange einnig myndbandi sem sýnir bandaríska hermenn myrða tvo blaðamenn Reuters-fréttastofunnar, sem þeir töldu vera vopnaða óvini, og fjölskylduföður með börn í bílnum, sem hafði stoppað bíl sin til að aðstoða blaðamennina. Var það myndband birt á Ríkisútvarpinu, fyrst allra fjölmiðla, fyrir tilstilli Kristins Hrafnssonar, samstarfsmanns Assange og núverandi ritstjóra Wikileaks.

mbl.is