Hafa brotið sér leið inn í þinghúsið

„HK Gov. fucking disgrace“ stendur skrifað á veggnum inni í …
„HK Gov. fucking disgrace“ stendur skrifað á veggnum inni í þinghúsinu. Það er hernaðarandi í mótmælendum í Hong Kong í dag en til harðvítugra átaka hefur komið á millli þeirra og lögreglu. AFP

Mótmælendum í Hong Kong tókst fyrir nokkrum klukkustundum að brjóta sér leið inn í þinghús sjálfstjórnarhéraðsins. Í dag eiga hátíðarhöld að fara fram í tilefni þess að 22 ár eru liðin frá því að Kína tók við völdum í Hong Kong af Bretum.

Svona var umhorfs er mótmælendur höfðu brotið sér leið inn …
Svona var umhorfs er mótmælendur höfðu brotið sér leið inn í húsið. AFP

Hátíðahöldin eru eins og búast mátti við mjög mörkuð af harðvítugum átökum sem fara fram á milli mótmælenda og lögreglu. Þegar mótmælendur höfðu setið um þinghúsið í nokkrar klukkustundir tókst þeim að brjóta sér leið inn í húsið.

Lögreglan hafði varað menn við og sagst mundu handtaka hvern þann sem færi yfir mörk sem höfðu verið sett við inngang þinghússins. Þegar til kastanna kom hörfaði lögregla hins vegar, í stað þess að spyrna við fæti, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Inngengnir fóru mótmælendurnir um þinghúsið og spreyjuðu á veggi og lögðu muni í rúst. Þúsundir manna voru staddar í kringum og inni í þinghúsinu.

Mótmæli hafa geisað í Hong Kong síðan frum­varp sem skyldi leyfa framsal af­brota­manna til Kína var lagt fram á þing­inu. Afgreiðslu þess var slegið á frest um óákveðinn tíma en nú er krafan sú að því verði endanlega sópað út af borðinu. Og sömuleiðis að héraðsstjórinn Carrie Lam segi af sér.



Hjálmarnir eru til að verjast lögreglu. Hér eru mótmælendur að …
Hjálmarnir eru til að verjast lögreglu. Hér eru mótmælendur að setja mark sitt á húsnæði þingsins. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert