35 slösuðust vegna ókyrrðar í flugi

Farþegaþota frá kanadíska flugfélaginu Air Canada. Mynd úr safni.
Farþegaþota frá kanadíska flugfélaginu Air Canada. Mynd úr safni. AFP

35 manns hið minnsta slösuðust þegar farþegaþota frá flugfélaginu Air Canada lenti í verulegri ókyrrð á leið sinni milli Vancouver í Kanada og Sydney í Ástralíu. 284 voru í vélinni, sem var látin lenda á Havaí þar sem hlúð var að hinum slösuðu.

BBC hefur eftir forsvarsmönnum flugfélagsins að vélin, sem var af gerðinni Boeing 777-200,  hafi lent í ókyrrð þegar hún hafði flogið um tvo tíma lengra en Hawai.

 „Við lentum í ókyrrð og allir lentu í loftinu og svo datt allt niður og fólk var fljúgandi um,“ hafði KHON-sjónvarpsstöðin á Havaí eftir Jess Smith, einum farþeganna.

„Sumir voru ekki í beltum og maður sá þegar þeir tókust á loft og ráku höfuðið í loftið og allt, þetta var svo harkalegt,“ sagði annar farþegi í samtali við sjónvarpsstöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert