Bygging hrundi í Mumbai

Björgunaraðilar leita slasaðra og látinna eftir hrun byggingar í Mumbai.
Björgunaraðilar leita slasaðra og látinna eftir hrun byggingar í Mumbai. AFP

Tveir eru látnir eftir hrun fjögurra hæða byggingar í borginni Mumbai á Indlandi, en talið er að rúmlega 40 manns sitji fastir í rústum byggingarinnar.

Talið er að byggingin sem hrundi sé allt að 100 ára gömul, en meginorsök hrunsins eru líklega monsúnrigningarnar sem hafa verið ansi mannskæðar það sem ef er sumri. Hátt í 200 manns eru taldir hafa látist vegna flóða, aurskriða og hruns bygginga í suðurhluta Asíu undanfarnar vikur.

Mons­únrign­ing­arn­ar standa yfir frá júní og fram í sept­em­ber og skilja flóð og aur­skriður þeirra vegna eft­ir sig slóð eyðilegg­ing­ar ár hvert. Um 1.200 lét­ust í rign­ing­un­um í fyrra, en þá voru þær hinar verstu í Ker­ala á Indlandi í 100 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert