Twitter lokar á íranska miðla

Twitter segir að miðlarnir hafi staðið fyrir skipulagðri áreitni á ...
Twitter segir að miðlarnir hafi staðið fyrir skipulagðri áreitni á hendur fólki a bahá‘í trúnni, trúarlegum minnihluta sem hefur löngum sætt ofsóknum í Íran. AFP

Samfélagsmiðilinn Twitter lokaði í gær nokkrum síðum á vegum íranskra ríkisfjölmiðla, vegna brota gegn notendaskilmálum. Í dag tilkynnti fyrirtækið svo að það hefði nánar tiltekið verið vegna áreitni í garð fólks sem aðhyllist bahá‘í trú.

Töluverð ólga hefur verið í samskiptum Íran og Vesturlanda og í gær magnaðist hún enn frekar og höfðu einhverjar kenningar verið á lofti um að aðgerðir Twitter gegn írönsku ríkisfjölmiðlunum væru eitthvað tengdar umfjöllun þeirra um hertöku Írana á olíuskipinu Stena Impero, sem siglir undir breskum fána.

Svo er ekki. Twitter segir að miðlarnir hafi staðið fyrir skipulagðri áreitni á hendur fólki a bahá‘í trúnni, trúarlegum minnihluta sem hefur löngum sætt ofsóknum í Íran.

Bahá‘í trúin er upprunnin í landinu og er eingyðistrú sem varð til snemma á 19. öld. Bahá’íar trúa því að allir spámenn og sendiboðar sögunnar, til dæmis Móses, Jesús, Abraham, Múhammeð, Búdda, Krishna og fleiri til viðbótar, hafi verið sendir af eina og sama guðinum. Þær trúarkenningar falla lítt í kramið hjá klerkastjórninni í Íran.

mbl.is
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...