Lýsa eftir tveimur ungum mönnum

Lögreglan hafði áður tilkynnt um hvarf mannanna tveggja, en þeir ...
Lögreglan hafði áður tilkynnt um hvarf mannanna tveggja, en þeir eru nú taldir vera á flótta. Ljós­mynd/​Royal Cana­di­an Moun­ted Police

Lögreglan í Kanada hefur lýst eftir tveimur mönnum sem talið er að tengist þremur morðum sem framin hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Ungt par, Chynna Deese og Lucas Fowler, fundust látin í síðustu viku og skömmu síðar fannst brunnið lík manns á miðjum aldri um 500 kílómetrum frá.

Lögreglan hafði áður tilkynnt um hvarf ungu mannanna tveggja, hins 19 ára Kam McLeod og hins 18 ára Bryer Schmegelsky, en húsbíll þeirra fannst brunninn til kaldra kola skammt frá líki mannsins.

Nú er hins vegar talið að þeir McLeod og Schmegelsky séu á flótta.

Lík Chynna Deese og Lucas Fowler fund­ust á mánu­dag í ...
Lík Chynna Deese og Lucas Fowler fund­ust á mánu­dag í síðustu viku og stuttu síðar fannst bíll þeirra yf­ir­gef­inn við þjóðveg ná­lægt vin­sæl­um ferðamannastað Ljósmnynd/New South Wales Police
mbl.is
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Útsala .Kommóða ofl.
Til sölu 3ja skúffu kommóða,mjög vel útítandi,ljös viðarlit.. Verð kr 2000.. Ei...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...