1.000 handeknir í mótmælum í Moskvu

Rússneskir þjóðvarðliðar voru kallaðir út vegna mótmælanna í dag.
Rússneskir þjóðvarðliðar voru kallaðir út vegna mótmælanna í dag. AFP

Lögregluyfirvöld í Moskvu segja yfir 1.000 manns hafa verið handtekin í mótmælum dagsins. Fjöldi fólks kom sam­an í borginni í dag til þess að krefjast frjálsra kosn­inga.

Þúsundir höfðu boðað þátttöku sína í mótmælunum eftir að stjórn­völd neituðu stjórn­ar­and­stæðing­um og óflokks­bundn­um fram­bjóðend­um að gefa kost á sér. BBC segir rússnesk yfirvöld hafa lýst um 30 frambjóðendur óhæfa þar sem þeir hafi ekki safnað nóg af gildum undirskriftum fyrir framboð sitt.

Nokkrir þeirra sem ætluðu að gefa kost á sér í kosningunum sem haldnar verða 8. september voru hnepptir í varðhald fyrir daginn í dag.

Í allt „voru 1.074 manns handteknir vegna ýmissa brota á meðan á ólöglegum mótmælum stóð í miðbæ höfuðborgarinnar,“ höfðu rússneskir fjölmiðlar eftir lögreglu. 

Táragasi var beitt gegn mótmælendum.
Táragasi var beitt gegn mótmælendum. AFP

Stjórn­völd segja mót­mæl­in vera ólög­mæt og var mik­ill viðbúnaður lög­reglu­yf­ir­valda í borg­inni.

Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu sagði mótmælin vera „öryggisógn“ og hét því að viðhalda almannafriði.

BBC segir mikla reiði ríkja meðal stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar við því hvernig borginni er stjórnað sem og í garð flokksins, Sameinað Rússland, sem þar fer með völd.

Alexei Navalny, einn harðasti andstæðingur Vladimír Pútíns Rússlandsforseta, var handtekinn á miðvikudag og úrskurður í 30 vikna gæsluvarðhald fyrir að hvetja til mótmælanna í dag.

Rússneska lögreglan segir yfir 1.000 manns hafa verið handtekna í …
Rússneska lögreglan segir yfir 1.000 manns hafa verið handtekna í mótmælum dagsins. AFP
mbl.is