Vörðu frjálslynd stefnumál sín

Bernie Sanders og Elizabeth Warren meðan á kappræðunum stóð.
Bernie Sanders og Elizabeth Warren meðan á kappræðunum stóð. AFP

Bernie Sanders og Elizabeth Warren vörðu frjálslynd stefnumál sín í sjónvarpskappræðum tíu demókrata sem keppa um hylli flokksmanna sinna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári.

Kappræðurnar fóru fram í Detroit í Michigan-ríki og verða þær síðari haldnar þar í kvöld þar sem aðrir tíu demókratar stíga á stokk.

Síðustu kappræður fóru fram í Miami í síðustu viku.  

Sanders og Warren voru gagnrýnd fyrir stefnu sína í heilbrigðis- og inniflytjendamálum og sögðu flokkssystkini þeirra að krafa um róttækar breytingar gæti orðið til þess að Donald Trump nái endurkjöri sem forseti.

Warren krafðist „víðtækra kerfisbreytinga“ og bætti við að pólitískt „kjarkleysi“ vegna slíkra breytinga viðhaldi „spilltu kerfi sem hefur hjálpað þeim ríku og vel tengdu og skilur alla aðra eftir í skítnum“.

Einn þeirra sem gagnrýndu Warren og Sanders var þingmaðurinn fyrrverandi John Delaney sem sagði að „ævintýralegar efnahagshugmyndir“ þeirra gætu orðið til þess að bandaríska hagkerfið fari á hausinn.

Bætti hann við að „slæm stefnumál eins og heilbrigðisþjónusta fyrir alla, að allt sé ókeypis og óraunhæf loforð“ muni fá óháða kjósendur til að kjósa Trump.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert