15 ára stúlka fundin heil á húfi

Sænska lögreglan að störfum. Mynd úr safni.
Sænska lögreglan að störfum. Mynd úr safni. AFP

Fimmtán ára sænsk stúlka sem var tilkynnt um að væri saknað á sunnudag fannst í gærkvöldi heil á húfi í íbúð í Gävle. Maður sem er grunaður um mansal var handtekinn í íbúðinni.

Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla býr stúlkan í bænum Ludvika í Dölunum og var það fjölskylda hennar sem tilkynnti hvarf hennar til lögreglu. Að sögn talsmanns sænsku lögreglunnar, Stefans Dangardts, var líkamlegt ástand stúlkunnar gott þegar lögreglan fann hana í gær.

Ástæðan fyrir því að lögreglan leitaði í íbúð mannsins voru meðal annars ábendingar frá almenningi. Lögreglan vill ekki upplýsa hvort stúlkan og maðurinn þekktust áður en hann rændi henni. 

Frétt DN

Frétt SVT

Frétt Aftonbladet

mbl.is