Sífellt fleiri veikjast af völdum rafrettna

Úrvalið úr bragðefnum sem sett er í rafrettur eru mikið.
Úrvalið úr bragðefnum sem sett er í rafrettur eru mikið. AFP

Rúmlega 500 manns hafa veikst eftir notkun á rafrettum í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum. Bann við notkun bragðefna í rafrettum tók gildi í borginni Los Angeles nýverið. 

Á skömmum tíma hefur þeim fjölgað úr 380 í 530 sem þjást af lungnasjúkdómi sem rekja má beint til notkunar rafrettna. Hins vegar hefur dauðsföllum í Bandaríkjunum ekki fjölgað en þau eru enn sjö talsins. Að minnsta kosti helmingur þeirra sem þjást af völdum sjúkdómsins eru yngri en 25 ára þar af er þriðjungur yngri en 18 ára. 

Rafrettan var sett á markað undir þeim formerkjum að hún væri skárri en sígarettureykingar. Bragðefnin sem eru sett í rafrettuna innihalda nikótín sem er ávanabindandi efni og eru sögð höfða sterkt til ungmenna. 

Alls nota yfir 3,6 millj­ón­ir banda­rískra ung­menna rafrett­ur.

mbl.is