Árásarmaðurinn öfgafullur múslími

Jean-Francois Ricard saksóknari hryðjuverkamála í Frakklandi á blaðamannafundi í dag.
Jean-Francois Ricard saksóknari hryðjuverkamála í Frakklandi á blaðamannafundi í dag. AFP

Mickael Harpon, franskur karlmaður, sem réðst á samstarfsfólk sitt á aðallögreglustöðinni í París í fyrradag með þeim afleiðingum að fernt lét lífið, aðhylltist öfgaskoðanir íslamista. Þetta sagði Jean-Francois Ricard, saksóknari hryðjuverkamála í Frakklandi, í dag.

Harpon, sem var 45 ára gamall sérfræðingur í upplýsingatækni hjá frönsku lögreglunni, hafði verið í samskiptum við félagsskap salafista, sem er róttæk hreyfing múslíma og snúist til múslímatrúar fyrir nokkru.

Hann hafði réttlætt árásina á ritstjórnarskrifstofur franska blaðsins Charlie Hedbo árið 2015 og breytt hegðun sinni, framkomu og klæðaburði nýverið. Þá hafði hann hætt nánum samskiptum við kvenfólk, að sögn Ricard.

Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að störf Harpons hafi m.a. falið í sér söfnun og utanumhald upplýsinga um öfgafulla múslíma. Þrír karlar og ein kona létu lífið í árásinni. Að auki særði Harpon tvo aðra starfsmenn lögreglustöðvarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina