Trump segir að mótmælendum fækki stöðugt

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag til þess að mannúðleg niðurstaða fengist í málin í Hong Kong en mótmælin þar hafa staðið yfir í tæpar 18 vikur. Trump sagði þó að mótmælendum gegn kínverskum yfirvöldum fækkaði stöðugt.

„Við viljum bara sjá mannúðlega niðurstöðu,“ sagði Trump við fréttafólk í dag.

Forsetinn bætti því við að fólkið í Kína og Hong Kong væri frábært.

Frá mótmælum í Hong Kong í dag.
Frá mótmælum í Hong Kong í dag. AFP

Trump neitaði að lýsa yfir stuðningi við mótmælendur gegn kínverskum yfirvöldum og velti því fyrir sér hvort þeir væru að missa móðinn.

„Fyrst sá ég tvær milljónir mótmæla og hugsaði með mér að ég hefði aldrei séð neitt þessu líkt. Mótmælendur eru mun færri núna, það segir kannski eitthvað,“ sagði Trump. 

mbl.is