Tyrkir ráðast fljótlega inn í Sýrland

Tyrkneski herinn færist nær landamærunum.
Tyrkneski herinn færist nær landamærunum. AFP

Tyrkneski herinn mun „fljótlega“ ráðast inn í Sýrland samkvæmt talsmanni þarlendra stjórnvalda. Herinn hefur safnast saman við landamærin undanfarna daga þar sem ætlunin er að ráðast gegn Kúrdum við landamæri Sýrlands og Tyrklands.

Recep Tayyip Er­dog­an, forseti Tyrklands, segist vilja búa til öryggissvæði þar sem ekki sé að finna neina kúrdíska uppreisnarmenn. Þar vilji forsetinn einnig koma fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum Sýrlendinga sem eru flóttamenn í Tyrklandi.

Banda­rísk­ar her­sveit­ir flytja nú lið sitt frá norður­hluta Sýr­lands og landa­mær­um Tyrk­lands og þannig er leiðin greið fyr­ir Tyrki að ráðast gegn Kúr­d­um við landa­mær­in. 

Kúrdar hafa miklar áhyggjur af stöðunni og segja að fjöldi …
Kúrdar hafa miklar áhyggjur af stöðunni og segja að fjöldi óbreyttra borgara muni falla í árásum Tyrkja. AFP

Kúr­d­ar voru helstu banda­menn Banda­ríkja­hers í stríðinu gegn Ríki íslams í Sýr­landi. SDF sveitir þeirra hafa ráðið ríkjum í norðausturhluta Sýrlands undanfarið, með stuðningi Bandaríkjahers. Tyrkir líta á SDF sem hryðjuverkasamtök sem þurfi að útrýma.

Umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert