Morðið líklega tengt uppgjöri í fíkniefnaheiminum

Lögreglan í Malmö vonast til að geta borið kennsl á …
Lögreglan í Malmö vonast til að geta borið kennsl á árásamennina á upptökum frá öryggismyndavélum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Uppgjör í fíkniefnaheiminum er að öllum líkindum það sem varð til þess að fimmtán ára gamall strákur lét lífið í skotárás á Möllevangtorgi á laugardagskvöld. Sérstakur rannsóknarhópur hefur verið skipaður til að rannsaka fjölda ofbeldisglæpa sem framdir hafa verið í borginni undanfarnar vikur. Frá þessu var greint á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun. 

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við árásina á laugardag. Árásin náðist á myndbandsupptöku en hún átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma á laugardagskvöld, fyr­ir fram­an píts­astað á torg­inu. Pilt­arn­ir tveir eru báðir fædd­ir árið 2004, en hafa þrátt fyr­ir ung­an ald­ur komið við sögu hjá lög­reglu, að sögn lög­reglu­stjór­ans. 

Stefan Hector, lögreglufulltrúi sem fór fyrir rannsókninni á hryðjuverkunum á Drottningargötunni í Stokkhólmi fyrir tveimur árum, fer fyrir rannsóknarhópnum. Hann fær til liðs við sig hóp lögreglumanna frá öðrum lögregluembættum sem og héraðslögregluembætti Suður-Svíþjóðar. Rannsóknin mun beinast að fíkniefnasölu, sem er talin vera kveikjan að árásinni um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert