Von heimsins felst í virkni ungs fólks

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lofsamar ungu kynslóðina.
António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lofsamar ungu kynslóðina. AFP

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir í áramótaávarpi sínu að á nýju ári blasi hvarvetna við óvissa og óöryggi í heiminum, en hins vegar felist í von í virkni ungs fólks á árinu sem er að líða. 

„Að þessu sinni beini ég máli mínu í nýársávarpinu til stærstu uppsprettu vonarinnar en það er unga fólkið í heiminum. Hvort heldur sem er í loftslagsmálum, baráttu fyrir jafnrétti kynjanna, félagslegu réttlæti og mannréttindum; þá eruð þið unga kynslóðin fremst í víglínunni og í fyrirsögnum fjölmiðla. Ég sæki mér innblástur í ástríðu ykkar og ákveðni. Þið krefjist réttilega hlutverks í því að móta framtíðina. Ég styð ykkur,“ segir Guterres meðal annars í ræðu sinni. 

Hér fyrir neðan er hægt að hlýða á ávarpið í heild sinni. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert