Húsleit hjá meintum íslamistum

Þýska lögreglan að störfum.
Þýska lögreglan að störfum. AFP

Þýska lögreglan gerði húsleit á heimilum meintra vígamanna á nokkrum stöðum snemma í morgun. Ríkissaksóknari segir að mennirnir séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverkaárás í landinu en mennirnir eru frá Tétsníu. 

Viðbúnaðarstig er í gildi í Þýskalandi vegna ótta við árásir íslamista í landinu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara voru húsleitir gerðar í Berlín, Brandenborg, Norður-Rín Vestfalíu (Nordrhein-Westfalen) og Thüringen

Vígamenn hafa gert nokkrar árásir í Þýskalandi á undanförnum árum en sú mannskæðasta var gerð á jólamarkaði í Berlín í desember 2016. Þar létust 12. Árásarmaðurinn var hælisleitandi frá Túnis. 

Sérsveitir lögreglunnar í Þýskalandi áætla að um 11 þúsund öfgasinnaðir íslamistar séu í Þýskalandi. Af þeim eru 680 taldir hættulegir og líklegir til að beita ofbeldi. Um 150 þeirra eru taldir sérstaklega hættulegir og hafa verið handteknir við alvarleg brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert