Bezos heitir 10 milljörðum í loftslagsmál

Bezos segir að upphæðin verði notuð til þess að fjármagna …
Bezos segir að upphæðin verði notuð til þess að fjármagna starf vísindamanna, aðgerðasinna og annarra hópa. AFP

Milljarðamæringurinn Jeff Bezos, stofnandi og eigandi Amazon og ríkasti maður heims, hefur heitið 10 milljörðum Bandaríkjadala til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.

Upphæðina er erfitt að gera sér í hugarlund, en hún jafngildir rúmlega einni billjón íslenskra króna, það er þúsund milljörðum, eða milljón milljónum.

Bezos segir að upphæðin verði notuð til þess að fjármagna starf vísindamanna, aðgerðasinna og annarra hópa. „Ég vil vinna með öðrum að því að auka þekktar leiðir og kanna nýjar leiðir til þess að berjast gegn hrikalegum afleiðingum loftslagsbreytinga,“ skrifar Bezos.

Hann hyggst stofna Jarðarsjóð Bezos og ætlar sér að hefja úthlutun úr sjóðnum í sumar.

Nemur 8% af auðæfum ríkasta manns heims

Jeff Bezos er eins og áður segir ríkasti maður heims og er eigið fé hans metið á um 130 milljarða Bandaríkjadala. Umrædd styrkveiting til loftslagsmála nemur því um 8% af auðæfum Bezos og hafa margir hvatt hann til þess að gera enn betur.

View this post on Instagram

Today, I’m thrilled to announce I am launching the Bezos Earth Fund.⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ Climate change is the biggest threat to our planet. I want to work alongside others both to amplify known ways and to explore new ways of fighting the devastating impact of climate change on this planet we all share. This global initiative will fund scientists, activists, NGOs — any effort that offers a real possibility to help preserve and protect the natural world. We can save Earth. It’s going to take collective action from big companies, small companies, nation states, global organizations, and individuals. ⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ I’m committing $10 billion to start and will begin issuing grants this summer. Earth is the one thing we all have in common — let’s protect it, together.⁣⁣⁣ ⁣⁣⁣ - Jeff

A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) on Feb 17, 2020 at 10:00am PST

mbl.is