Tveir unglingar létust líklega eftir raflost

Vatnsmagnið er gíðarlega mikið.
Vatnsmagnið er gíðarlega mikið. AFP

Að minnsta kosti fimm létust og þriggja er saknað í miklum flóðum í borginni Jakarta á Indónesíu. Fleiri þúsund manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og um 20 þúsund manns halda til í neyðarskýlum. 

Tveir unglingar voru á meðal þeirra sem létust og mögulega létu þeir lífið eftir raflost. Leit stendur yfir af hinum þremur sem saknað er. 

Mikil drulla liggur um alla borg.
Mikil drulla liggur um alla borg. AFP

Gríðarlega mikil jarðvegsdrulla hefur safnast fyrir víða meðal annars við helsta sjúkrahús borgarinnar og á fleiri stöðum. Íbúar borgarinnar hafa varla náð að jafna sig eftir einu mannskæðustu flóð landsins þegar um 70 borgarar létust fyrir nokkrum vikum. Þeir bjuggu allir í neðstu byggðum borgarinnar sem eru næst sjávarmáli. 

Á mörgum stöðum nær vatnsmagnið upp í einn metra. Allar samgöngur eru úr skorðum og rafnmagnslaust á stórum svæðum. Innviðir eru veikir fyrir á þessu svæði.

Joko Widodo forseti Indónesíu hafði heitið því á síðasta ári, eftir mannskæð flóð, að færa höfuðborgina yfir á Borneo eyju. Ekkert hefur orðið af þeim áformum.  

Innviðir eru ekki sterkir fyrir í boprginni Jakarta á Indónesíu.
Innviðir eru ekki sterkir fyrir í boprginni Jakarta á Indónesíu. AFP
mbl.is