Mál á hendur Flynn fellt niður

Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. AFP

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að fella niður mál á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Þrjú ár eru síðan Flynn játaði að hafa sagt rann­sak­end­um banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI ósatt um tengsl hans og samskipti við rúss­neska ráðamenn, þar á meðal sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 

Málið var fellt niður eftir að fregnir bárust af því að Flynn hugðist draga játningu sína til baka. Þá hefur Trump gagnrýnt rannsóknina harðlega og sagði hann nýlega að hann teldi miklar líkur á því að málið yrði látið niður falla. „Hann er saklaus maður,“ sagði Trump. „Ég vona að margir fái borgað fyrir þetta. Þeir eru skíthælar.“

Flynn var aðeins 23 daga í starfi sínu sem þjóðaröryggisráðgjafi Trumps. Forsetinn sagðist hafa rekið Flynn vegna þess að hann hafi logið að vara­for­set­an­um og FBI um tengsl­in við sendiherra Rússlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert