Afturkalla tilslakanir

AFP

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa afturkallað hluta þeirra tilslakana sem gerðar voru á samkomubanni í landinu í dag. Er það gert vegna nokkurra hópsmita sem hafa komið upp að undanförnu.

Hefur verið ákveðið að loka söfnum, görðum og listagalleríum í Seúl og nágrenni. Verður þeim lokað í tvær vikur að sögn heilbrigðisráðherra landsins, Park Neung-hoo. Eins eru fyrirtæki hvött til þess að taka upp tilslakanir að nýju varðandi vinnu starfsfólks auk fleiri aðgerða. 

Að sögn Park er verið að herða allar sóttkvíarreglur á höfuðborgarsvæðinu í tvær vikur og taka aðgerðirnar gildi á morgun og verða við lýði til 14. júní.

mbl.is