Fréttamenn CNN handteknir

Frá mótmælum í Minneapolis.
Frá mótmælum í Minneapolis. AFP

Fréttamenn bandarísku fréttastofunnar CNN voru handteknir af ríkislögreglunni í Minnesota á meðan þeir sögðu fréttir af mótmælunum í borginni Minneapolis.

Fréttamennirnir voru að fjalla um mótmæli vegna George Floyd sem lést í haldi lögreglunnar.

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hafði samband við Jeff Zucker, forstjóra CNN, og bað hann afsökunar á handtökunni. Sagðist Walz vera að vinna í því að fá fréttamennina látna lausa.

Fréttamaðurinn Omar Jimenez var m.a. handjárnaður og fluttur í burtu af lögreglunni, sem sagði að fréttamennirnir hafi ekki viljað færa sig þegar þeir voru beðnir um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert