Ljón réðust á dýragarðsstarfsmann

AFP

Starfskona dýragarðs í Ástralíu er alvarlega slösuð eftir að tvö ljón réðust á hana þegar hún var að þrífa búr þeirra.

Að sögn lögreglunnar í Nýju Suður-Wales er konan, sem er 35 ára gömul, með alvarlega áverka í andliti og hálsi eftir árásina í Shoalhaven-dýragarðinum, sem er í um 150 km fjarlægð frá Sydney, á þriðjudag.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirmönnum dýragarðsins verður starfsfólki boðið upp á áfallahjálp og allt gert til þess að aðstoða lögreglu við rannsókn málsins.

Að sögn bráðaliða fannst konan meðvitundarlaus í búrinu með fjöláverka. Meðal annars bitsár og djúpa skurði. „Árásin var sérlega grimmileg,“ segir Insp Faye Stockmen, sem starfar hjá sjúkraflutningum ríkisins. Hún segir að dýrin hafi verið fjötruð eftir árásina en engu að síður væri það óþægileg tilfinning að fara inn í ljónabúr. 

Shoalhaven-dýragarðurinn hefur verið lokaður frá 25. mars vegna kórónuveirunnar.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert