25 létust í ferjuslysi

AFP

25 létust og fleiri er saknað eftir ferjuslys nærri höfuðborginni Dhaka í Bangladesh. 

Talið er að um 50 manns hafi verið um borð í ferjunni þegar hún rakst á annað skip. Samkvæmt vitnum voru margir farþeganna fastir í farþegarými ferjunnar þegar slysið varð í morgun. 

Kafarar leita nú þeirra sem er saknað, en 25 lík hafa fundist. 

AFP
AFP
mbl.is