Fékk rúmlega 80% atkvæða

Al­ex­and­er Ljúka­sj­en­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, var endurkjörinn forseti með 80,23% atkvæða samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Ljúkasjenkó hefur gegnt embætti forseta í 26 ár.

Yfirkjörstjórn segir í tilkynningu til fjölmiðla að Svetlana Tsikanovskaja hafi fengið 9,9% greiddra atkvæða en hún var helsti keppinautur forsetans í kosningunum sem fram fóru í gær. 

Tsikanovskaja hafði í gærkvöldi sagt að hún treysti ekki tölum kjörstjórnar. Hún sjái með eigin augum að hún njóti meiri stuðnings meðal kjósenda en tölur bendi til. 

Til átaka kom á milli mótmælenda og óeirðalögreglu í höfuðborg landsins, Minsk, í gærkvöldi og í nótt og beitti lögregla gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert