Navalní kominn á stjá

Alexei Navalní í ágúst í fyrra.
Alexei Navalní í ágúst í fyrra. AFP

Alexei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, er á batavegi og getur núna komist fram úr rúmi sínu í stuttan tíma í senn.

„Flutningur sjúklingsins úr öndunarvél hefur gengið vel,“ sagði í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalní liggur inni. „Hann er í hreyfimeðferð og getur yfirgefið rúmið sitt í stuttan tíma í senn.“

Tvær evrópskar rannsóknarstofur hafa staðfest niðurstöðu Þjóðverja um að Navalní hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.

Þrýstingur á rússnesk stjórnvöld um að varpa ljósi á það sem gerðist hefur fyrir vikið aukist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert