Barrett líklegust í sæti Ginsburg

Eins og leikar standa hefur Barrett forskot í baráttunni um …
Eins og leikar standa hefur Barrett forskot í baráttunni um sætið eftirsótta. AFP

Dómarinn Amy Coney Barrett kemur helst til greina sem útnefning Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í stöðu dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna, samkvæmt nokkrum heimildarmönnum CNN. Tiltrú forsetans á Barrett styrktist eftir langan fund hans og Barrett í Hvíta húsinu í gær, að því er heimildarmennirnir greina frá. 

Ruth Bader Gins­burg hæstaréttardómari lést á föstudag og hefur Trump velt fyrir sér mögulegum arftökum hennar síðan. Hann hefur ekki tekið lokaákvörðun og gæti skoðun hans breyst áður en hann tilkynnir tilnefningu sína á laugardag.

Samkvæmt heimildum CNN er nú fundur á milli Trumps og annars dómara sem hefur verið orðaður við embættið skipulagður. Sá dómari heitir Barbara Lagoa. Hún er einn af fimm kvenkyns dómurum sem Trump hefur velt fyrir sér en samkvæmt heimildum CNN hafa líkurnar á því að hann velji Lagou minnkað verulega síðan um helgina. 

Tilnefningin gæti orðið umdeild

Bar­rett er 48 ára, kaþólsk og er lík­legt að til­nefn­ing henn­ar yrði um­deild þar sem hún þykir íhalds­söm. Var hún kjör­in naum­lega með 55 at­kvæðum gegn 43, í um­dæm­is­dóm­stól Banda­ríkj­anna í Chicago árið 2017 eft­ir til­nefn­ingu Trumps.

Segja stuðnings­hóp­ar þung­un­ar­rofs þar vestra að kjör henn­ar gæti orðið til þess að dóm­ur­inn líti fram­hjá dóma­for­dæm­inu Roe gegn Wade, frá 1973, sem hef­ur gefið helsta for­dæmið fyr­ir lög­mæti þung­un­ar­rofs í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is