Forsetinn heitir hefndnum

AFP

Ilham Aliyev, forseti Aser­baísj­an, heitir því að hann muni hefna fyrir eldflaugaárás Armena á Ganja, næst stærstu borg Asera. Að minnsta kosti 12 óbreyttir borgarar létust í árásinni og tugir eru særðir.

Ekkert lát virðist á átökum Asera og Armena í Nagorno-Kara­bakh-héraði þrátt fyrir vopnahlé þess efnis í síðustu viku.

Aliyev sagði í sjónvarpsávarpi. að her sinna manna myndi svara fyrir ódæði gærkvöldsins en árásin var gerð þegar flestir voru í fastasvefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina