Armenar og Aserar semja um vopnahlé

Átökin hafa skilið eftir sig sviðna jörð.
Átökin hafa skilið eftir sig sviðna jörð. AFP

Nágrannaþjóðirnar Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um tímabundið vopnahlé í deilu sinni um Nagorno-Karabakh-hérað. Utanríkisráðherra Rússlands tilkynnti þetta í nótt eftir 10 klukkustunda viðræður í Moskvu. 

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löndin tvö muni nú hefja „sjálfstæðar“ viðræður. Meira en 300 hafa fallið og þúsundir misst heimili sín í átökum þjóðanna sem hófust 27. september síðastliðinn. 

Vopnahléið tók gildi í morgun og er því ætlað að auðvelda þjóðunum að skiptast á föngum og líkamsleifum fallinna. 

Nagorno-Karabakh er formlega landsvæði Aserbaídsjan en því er stjórnað af Armenum. Þjóðirnar tvær hafa lengi átt í deilum um svæðið og kenna þær nú hvor annarri um nýjustu átök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert