Eftirlýstur barnaníðingur handtekinn á Spáni

Maðurinn var handtekinn á Spáni.
Maðurinn var handtekinn á Spáni. Ljósmynd/Spænska lögreglan

Lögregla á Spáni hefur handsamað Íslending sem flúði réttvísina í Danmörku þar sem hans bíður tólf ára fangelsisdómur fyrir barnaníð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá spænsku lögreglunni en DV greindi frá málinu, fyrst íslenskra miðla.

Mannsins bíður 12 ára fangelsisdómur í Danmörku, þar sem hann var dæmdur fyrir hafa nauðgað dóttur sinni, um tíu sinnum, hafa beitt hana öðru líkamlegu ofbeldi og fyrir vörslu barnakláms.

Brotin gegn dótturinni áttu sér stað frá 2006 til 2010, þegar hún var yngri en 12 ára, bæði á Íslandi og í Danmörku. 

Hann lagði á flótta áður en afplánun hófst, en gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur manninum í júní þegar ljóst þótti að hann hefði yfirgefið Danmörku. 

Í tilkynningu spænsku lögreglunnar segir að nokkurra daga rannsókn hafi lyktað með handtöku mannsins á heimili í bænum Benissa á Alicante á Spáni.

mbl.is