Beint: Heimsþing kvenleiðtoga

Fleiri en sex hundruð taka þátt í þinginu, sem fer …
Fleiri en sex hundruð taka þátt í þinginu, sem fer fram yfir vefinn í þetta sinn. mbl.is/Árni Sæberg

Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag og stendur yfir fram á miðvikudag. Þátttakendur á þinginu, sem fer fram yfir vefinn í þetta sinn, verða fleiri en sex hundruð. Hópinn skipa kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum frá yfir hundrað löndum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þinginu, sem verður í opinni dagskrá frá kl. 13 til 17 í dag, og sent út í beinni hér að neðan.

Meðal þátttakenda í ár eru Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Svetlana Tsikanovskaja, forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi.

Auk þeirra má nefna Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Mörtu Vieira Da Silva, knattspyrnukonu og sendiherra UN Women, Jess Phillips, skuggaráðherra fyrir öryggi og heimilisofbeldi í Bretlandi og sendiherra WPL, og Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

mbl.is