Ekki reiðubúin að deila bóluefni til New York

Trump sagði að um væri að ræða merkasta afrek í …
Trump sagði að um væri að ræða merkasta afrek í þróum bóluefna í heiminum. AFP

Bandaríkjastjórn hefur þegar fjárfest í hundruðum milljóna skammta af bóluefni Pfizers gegn kórónuveirunni, auk þess að hafa stutt við þróun og framleiðslu efnisins. Þetta sagði Donald Trump á blaðamannafundi í rósagarði Hvíta hússins í kvöld að íslenskum tíma þar sem hann ræddi um bóluefni gegn kórónuveirunni.

Trump hrósaði happi yfir árangri verkefnis stjórnvalda sem gengið hefur undir heitinu Operation Warp Speed, sem hann segir hafa skipt sköpum í þróun og framleiðslu bóluefnisins.

Þá sagði forsetinn að Bandaríkin væru reiðubúin til að dreifa bóluefninu, um leið og það fær samþykki, í öllum ríkjum Bandaríkjanna nema New York.

Niðurstöður þriðja fasa prófana á bóluefni Pfizers og þýska líftæknifyrirtækisins BioNTech hafa vakið bjartsýni víða um heim.

Trump sagði á fundinum að um væri að ræða merkasta afrek í þróun bóluefna í heiminum.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina