Öll heimsbyggðin njóti góðs af bóluefninu

AFP

Fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) fagnar því hversu hratt hefur gengið að vinna að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni, sem veldur Covid-19, en hann tekur fram að allar þjóðir heims verði að fá að njóta þess árangurs. 

„Bóluefni verður lífsnauðsynlegt verkfæri til að ná tökum á þessum heimsfaraldri, og fyrstu niðurstöður klínískra rannsókna, sem voru birtar fyrr í þessari viku, vekja okkur von í brjósti,“ sagðiTedrosAdhanomGhebreyesus á fundi WHO í dag. 

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO. AFP

Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer og þýska fyrirtækið BioNTech greindu frá því á mánudag bóluefnið hefði í 90% til­vika komið í veg fyr­ir Covid-19 smit í þriðja fasa lyfjaþróunarinnar. Yfir 40.000 manns hafa tekið þátt í tilrauninni með lyfið. 

„Aldrei í sögunni hafa bóluefnisrannsóknir miðað svona hratt áfram. Með sama hætti verðum við tryggja að öll lönd njóti þessa vísindalega afreks,“ sagðiTedros ennfremur. 

AFP

Veiran hefur nú dregið 1,3 milljónir til bana að sögn AFP og þá hafa 52,7 kórónuveirusmit verið greind. AFP segir aftur á móti að þessi smittalan endurspegli að öllum líkindum aðeins hluta af raunverulegum smitum á heimsvísu þar sem mörg ríki skimi aðeins þá sem eru með einkenni eða hafa veikst alvarlega.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert