Reiðubúin að dreifa bóluefni á fyrsta ársfjórðungi

Hugo de Jonge á blaðamannafundi í dag.
Hugo de Jonge á blaðamannafundi í dag. AFP

Yfirvöld í Hollandi eru reiðubúin að dreifa bóluefni við kórónuveirunni til 3,5 milljóna manna á fyrsta fjórðungi næsta árs. Þetta tilkynnti heilbrigðisráðherra landsins í dag.

Fyrst um sinn verður bólusetningarátakinu beint að fólki eldra en 60 ára og þeim sem taka á sig aukna áhættu við störf í heilbrigðisgeiranum.

Keypt nálar og kæliskápa

Dreifingin mun hefjast um leið og evrópska lyfjaeftirlitið gefur græna ljósið, segir ráðherrann, Hugo de Jonge.

„Allt er til reiðu um leið og fyrstu bóluefnin eru afhent. Mjög líklega á fyrstu mánuðum ársins 2021.“

Stjórnvöld landsins hafa þegar keypt 25 milljónir nála auk kæliskápa til að halda bóluefni við -70 gráður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert