Spjöll unnin á heimilum leiðtoga Bandaríkjaþings

Nancy Pelosi.
Nancy Pelosi. AFP

Spjöll voru unnin á heimilum Nancy Pelosi, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, og Mitch McConnells, leiðtoga meirihluta repúblíkana í öldungadeildinni, í gær. 

Gerviblóð og afskorið svínshöfuð voru skilin eftir fyrir utan heimili Pelosi í Kaliforníu auk þess sem krotað var á húsið. Einnig var krotað á heimili McConnells í Kentucky. 

Á þriðjudag samþykkti fulltrúadeildin að auka við fjárstuðning stjórnvalda til íbúa, úr 600 bandaríkjadölum í 2.000. Frumvarpið var samþykkt með stuðningi demókrata og 40 þingmanna repúblíkana. Öldungadeildin hefur aftur á móti ekki samþykkt frumvarpið, þrátt fyrir ákall Donalds Trumpsn Bandaríkjaforseta þar um. 

Mitch McConnell.
Mitch McConnell. AFP

Í yfirlýsingu í kjölfar skemmdarverkana í gær þakkaði McConnel þeim íbúum Kentucky sem taka þátt í lýðræðislegri umræðu, sama hvort þeir kunni að vera honum sammála eða ekki.

„Þetta er öðruvísi. Skemmdarverk og stjórnmál ótta eiga ekki heima í okkar samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni.

Þá rannsakar lögreglan í San Francisco skemmdarverkin sem unnin voru á heimili Pelosi, sem hefur enn ekki tjáð sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert