Kim ætlar að stækka kjarnorkuvopnabúrið

Sérfræðingar segja að Kim hafi látið þessi orð falla til …
Sérfræðingar segja að Kim hafi látið þessi orð falla til þess að setja þrýsting á Joe Biden. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir Bandaríkin stærsta óvin landsins og að hann búist ekki við því að stjórnvöld þar í landi breyti stefnu sinni í garð Pyongyang, sama hver gegni forsetaembættinu vestra.

Kim mun hafa látið þessi orð falla á flokksfundi Verkamannaflokksins, þar sem hann lofaði því að stækka kjarnorkuvopnabúr Norður-Kóreu og auka hernaðargetu. Sagði hann meðal annars að áform um kjarnorkukafbát væru á lokastigi.

Sérfræðingar segja að Kim hafi látið þessi orð falla til þess að setja þrýsting á Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, og starfslið hans eftir valdaskiptin sem fram fara síðar í þessum mánuði.

Kim hefur átt ágætt samband við Donald Trump Bandaríkjaforseta, þó að það hafi ekki orðið til nokkurra sátta á milli ríkjanna svo talist geti.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert