Embættistaka Bidens „skref fram á við“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að embættistaka Joes Biden Bandaríkjaforseta sé „skref fram á við“ fyrir Bandaríkin eftir „erfitt tímabil“ undir stjórn Donalds Trump.

Johnson lét ummælin falla í samtali við helstu fjölmiðla Bretlands, og lagði hann þar mikla áherslu á þau málefni sem hann og Biden leggðu sameiginlega áherslu á. 

„Ég óska Joe og Kamölu Harris innilega til hamingju með afrek þeirra, með innsetningu þeirra í embætti í dag. Þetta er frábært fyrir Bandaríkin, skref fram á við fyrir landið, sem hefur gengið í gegnum erfitt tímabil, og þetta er stór stund fyrir okkur og Bandaríkin,“ sagði Johnson.

Trúir á bandalag ríkjanna

Lisa Nandy, skuggautanríkisráðherra Verkamannaflokksins, lýsti Biden í dag sem „woke“, en það hugtak á ensku lýsir samfélagslega þenkjandi fólki, sem á íslensku hefur stundum verið kennt við „góða fólkið“.

Johnson sagðist ekki geta tjáð sig um það ætti við um Biden. „En það sem ég veit er að hann trúir mjög á bandalagið yfir Atlantshafið og það er frábært, og hann trúir á margt af því sem við viljum afreka saman.“

Frétt Daily Telegraph um málið.

Frétt BBC um málið. 

mbl.is