15 ára lést í kjölfar árásar

AFP

Fimmtán ára gamall breskur drengur lést af völdum áverka sem hann hlaut er ráðist var á hann af hópi ungmenna um miðjan dag í gær.

Í frétt BBC kemur fram að hópur ungmenna vopnuð hnífum hafi ráðist á drenginn klukkan 15:30 í Birmingham og hann látist af völdum sára sinna á sjúkrahúsi. Árásin var gerð í friðsælli íbúagötu.

Árásarmennirnir flúðu á brott í bíl sem lenti í umferðaróhappi skömmu síðar. Lögreglan lagði hald á bifreiðina en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni, Alastair Orencas, segir óásættanlegt að ofbeldi af þessu tagi eigi sér stað um hábjartan dag í íbúðagötu. Svo ekki sé talað um að fórnarlambið sé 15 ára drengur. Allt verði gert til þess að leysa málið.

Að sögn vitna heyrðust skothvellir frá vettvangi en lögregla, að því er segir á vef BBC, hefur ekki upplýst um hvers eðlis áverkar drengsins voru. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert