Sex létust í rútuslysi í Póllandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Sex létust og 40 slösuðust á föstudagskvöld þegar úkraínsk rúta keyrði út af vegi í Suðaustur-Póllandi, skammt frá landamærunum að Úkraínu.

Slysið varð á A4-hraðbrautinni sem liggur milli Poznan í Póllandi og Kherson í suðurhluta Úkraínu. Ekki er vitað hvað olli slysinu en rútan keyrði utan í vegrið og hafnaði úti í skurði hinum megin vegarins.

Alls voru 57 um borð en læknar segja að margir farþeganna hafi ekki verið í bílbelti. Af þeim 40 sem eru slasaðir eru átta í alvarlegu ástandi.

mbl.is