Hætta að leita á meðan byggingin er rifin niður

Maður bætir við blómum á minningarvegg hinna látnu í Surfside-hverfinu …
Maður bætir við blómum á minningarvegg hinna látnu í Surfside-hverfinu þar sem byggingin, og að hluta til rústir hennar, er staðsett. AFP

Leit að mögulegum eftirlifendum í rústum hluta fjölbýlishúss nærri Miami í Bandaríkjunum hefur verið hætt í bili. Er það vegna þess að nú á að rífa niður það sem eftir er af byggingunni.

Sprengiefni verður notað til þess að jafna bygginguna algjörlega við jörðu. Ástæða þykir til þess þar sem óveður er í aðsigi á svæðinu og eru uppi áhyggjur af því að rústir hússins geti valdið skaða í því óveðri. 

Stór hluti byggingarinnar hrundi 24. júní síðastliðinn, 24 hafa fundist látnir og er 121 enn saknað. Engum hefur verið bjargað síðan á fyrstu klukkustundunum eftir hrun hússins.

Fjölskyldum þeirra sem er saknað hefur verið greint frá ákvörðuninni um að gera hlé á leitinni. 

Búist er við því að hitabeltisstormurinn Elsa nái til vesturstrandar Flórída, þar sem byggingin er staðsett, á þriðjudag. Telja yfirvöld að leitarsveitum gæti verið stefnt í hættu haldi þær áfram leitinni í rústunum á meðan stormurinn gengur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert