Fyrstu jarðarfarirnar fóru fram í Surfside

Systurnar Lucia og Emma Guara hvíla í sömu kistu.
Systurnar Lucia og Emma Guara hvíla í sömu kistu. AFP

Fyrstu jarðarfarir fórnarlamba þeirra sem létust í slysi þegar íbúðahús í Surfside í Miami hrundi fyrir 12 dögum fóru fram í dag. 

Guara-fjölskyldan, Marcus 52 ára, Ana 42 ára og dætur þeirra Lucia 10 ára og Emma 4 ára, eru á meðal þeirra 32 einstaklinga sem létust í slysinu. Systurnar eru á meðal yngstu fórnarlamba slyssins. 

Fjölskyldan bjó á áttundu hæð hússins. Marcus fannst tveimur dögum eftir slysið en Ana og börnin fjórum dögum síðar. Peter Milián frændi fjölskyldunnar segist hugga sig við þá staðreynd að parið hafi dáið við hlið barna sinna. „Eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma þá trúi ég því að Guð hafi vakað yfir þeim með því að láta þau ekki þjást án Luciu og Emmu.“

110 einstaklinga er enn saknað en eng­inn hefur fund­ist á lífi nema nokkr­um klukku­stund­um eft­ir hrunið 24. júní.

Frétt á vef BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert