Biden segir Kúbu að þrotum komna

„Kúba er, því miður, þrotríki sem kúgar þegna sína,“ sagði …
„Kúba er, því miður, þrotríki sem kúgar þegna sína,“ sagði Biden. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin íhuguðu aðgerðir til þess að þvinga opnun veraldarvefsins á Kúbu. Hann sagði Kúbu að þrotum komna en kommúnistastjórnin þar í landi stendur nú frammi fyrir stærstu mótmælum í manna minnum.

Biden gerði það ljóst, þvert á stefnu hans sem forsetaframbjóðandi, að hann væri ekkert að drífa sig í að leyfa Bandaríkjamönnum af kúbverskum uppruna að senda pening heim til Kúbu og létta þannig undir efnahag landsins sem var ein helsta íkveikja mótmælanna.

Þá sagði Biden að Bandaríkin leituðu nú ráða til þess …
Þá sagði Biden að Bandaríkin leituðu nú ráða til þess að hjálpa Kúbverjum til að ná sambandi við umheiminn gegn um veraldarvefinn. AFP

Leituðu ráða

Þá sagði Biden að Bandaríkin leituðu nú ráða til þess að hjálpa Kúbverjum í að komast fram hjá takmörkunum kúbverskra yfirvalda á aðgengi þeirra að veraldarvefnum.

„Kúba er, því miður, þrotríki sem kúgar þegna sína,“ bætti hann við.

„Þau klipptu á allan internetaðgang og við íhugum nú hvort þau hafi í rauninni tæknilega getu til þess að koma þeim aðgangi á að nýju,“ sagði Biden á sameiginlegum blaðamannafundi með Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, en hún er nú í opinberri heimsókn í Hvíta húsinu.

mbl.is