Tala látinna hækkar í Þýskalandi

Vestur-Þýskaland hefur orðið fyrir grimmilegstu afleiðingum flóðsins.
Vestur-Þýskaland hefur orðið fyrir grimmilegstu afleiðingum flóðsins. AFP

133 hafa nú látist af völdum flóðanna í Þýskalandi, að sögn lögreglu þar í landi. Fjöldi látinna í allri Evrópu af völdum flóðsins er nú 153.

Fjöl­mörg íbúaða­hús hafi borist með flóðunum og enn fleiri hús hafa hrunið. Flætt hef­ur yfir göt­ur og bif­reiðar borist með straum­in­um. Sum um­dæmi í vest­ur­hluta Þýska­lands hafa al­gjör­lega lokast af og víða hef­ur verið raf­magns­laust.

Leita enn að fólki

Þegar þrír dagar höfðu liðið frá hörmungunum sögðu björgunarmenn að líklegt væri að fleiri lík myndu finnast í kjöllurum og heimilum sem hafa hrunið.

Vestur- Þýskaland hefur orðið verst fyrir afleiðingum flóðsins. Í Belgíu, Lúxemborg og Holland hefur ástandið einnig verið slæmt og heimili og götur farið undir vatn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert