Merkel skelfingu lostin

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Malu Dreyer, ráðherra Rínarlands ganga …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Malu Dreyer, ráðherra Rínarlands ganga hönd í höfd um hamfarasvæði í Vestur-Þýskalandi. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist skelfingu lostin eftir heimsókn sína á flóðasvæðin í Vestur-Þýskalandi þar sem eyðileggingin er algjör og fjöldi fólks hefur týnt lífi.

190 manns eru nú staðfest látnir og tuga er enn saknað í Þýskalandi og Belgíu samkvæmt opinberum tölum. 159 hið minnsta eru látnir í Þýskalandi og 31 í Belgíu. 

Klædd gönguskóm gekk Merkel um þorpið Schuld í Rínarlandi sem hefur orðið hvað verst úti í flóðunum miklu á meginlandi Evrópu síðustu daga. 

Merkel, sem senn kveður vettvang stjórnmála, hlýddi á frásagnir björgunarliða og íbúa þorpsins sem Ahr-fljót þurrkaði stóran hluta út af og skildi ekkert eftir sig nema algjöra eyðileggingu.

Merkel og Malu Dreyer, ráðherra Rínarlands sem þjáist af MS-taugahrörnunarsjúkdómi, leiddust hönd í hönd á göngu sinni um skemmda vegi hamfarasvæðisins. 

Merkel sagði ástandið svo óhugnanlegt að þýska tungumálið ætti ekki orð yfir eyðilegginguna. Lofaði hún aðgerðum af hálfu yfirvalda til skjótrar uppbyggingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert