Átta létust í óeirðum í fangelsi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Óeirðir brutust út í tveimur fangelsum í Ekvador á miðvikudag. Átta létust og um 20 slösuðust í óeirðunum. 

Átta fangar létust og tveir lögregluþjónar slösuðust í fangelsi í Guayas-héraði í suðausturhluta landsins. Um tuttugu slösuðust í fangelsi í Andean-héraði. 

Til átaka kom í fangelsunum tveimur í febrúar þegar 79 létust á einum degi. 

Í Ekvador sitja um 38 þúsund fangar inni í 60 fangelsum, sem alla jafna eru yfirfull. 1.500 lögregluþjónar starfa í fangelsunum. 

mbl.is