Biðst afsökunar á rasískum algórithma

AFP

Notendur Facebook sem horfðu á myndskeið breska götublaðsins Daily Mail af þeldökkum manni fengu þá spurningu hvort þau vildu „sjá fleiri myndskeið af prímötum“. Þetta segir á vef Daily Mail.

Myndbandið, sem er frá því í júní 2020, sýnir svartan mann verða fyrir áreiti frá hvítum samborgara sínum sem kallar síðan á lögreglu. Myndbandið tengist því ekki prímötum með neinum hætti.

Talsmenn Facebook hafa beðist afsökunar og segja ástæðuna liggja í „skammhlaupi í algórithma“. Þeir hafa nú tekið ráðleggingardálkinn út, en samkvæmt Daily Mail var blaðið þó ekki látið vita eftir að málið komst upp og gat því ekki gert viðeigandi ráðstafanir.

Myndskeiðið sem um ræðir. Sjá má spurninguna fyrir neðan.
Myndskeiðið sem um ræðir. Sjá má spurninguna fyrir neðan. Skjáskot

„Óafsakanleg mistök“

Uppákoman féll vægast sagt í grýttan jarðveg hjá fjölda netverja og margir sem lýstu yfir reiði sinni á Twitter. „Facebook er í sífellu að stilla dagateljarana síðan þeir gerðu eitthvað rasískt aftur á dag núll,“ sagði einn á Twitter. „Þessi **** þarf að hætta,“ sagði annar.

„Þetta var klárlega óafsakanleg mistök af hálfu Facebook og við höfum tókum út fítusinn um leið og við áttuðum okkur á að þetta var að gerast svo við gætum kannað rót vandans og hindrað að slíkt gerist aftur,“ sagði talsmaður Facebook við Daily Mail.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Facebook kemst í ógöngur vegna algórithma samskiptamiðilsins og hvernig þeir virðast vinna gegn svörtu fólki. Rannsóknir hafa bent til þess að andlitsgreinir eigi erfiðara með að greina á milli svartra sem hefur meðal annars leitt til þess að saklaust fólk hefur verið ranglega handtekið í stað einhvers annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert