Fyrrverandi forseti Portúgals látinn

Jorge Sampaio í Perú árið 2001.
Jorge Sampaio í Perú árið 2001. AFP

Jorge Sampaio, fyrrverandi forseti Portúgals sem síðar starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar, lést á heimili sínu í Lissabon í morgun, 81 árs gamall.

Sampaio var forseti Portúgals á árunum 1996 til 2006. Hann átti við hjartavandamál að stríða og var lagður inn á sjúkrahús í síðasta mánuði.

Hann hóf stjórnmálaferil sinn er hann skipulagði háskólaverkföll gegn einræðisherranum Antonio Salazar.

Árið 1989 varð hann leiðtogi Sósíalistaflokksins og var einnig kjörinn borgarstjóri Lissabon.

Hann hafði auðveldlega sigur í forsetakosningunum árið 1996 þegar hann bar sigurorð af hægrimanninum Anibal Cavaco Silva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert