Charlotte, móðir Borisar Johnsons, látin

Charlotte Johnson Wahl lést í gær, 79 ára að aldri.
Charlotte Johnson Wahl lést í gær, 79 ára að aldri. AFP

Charlotte Johnson Whal, móðir Borisar Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, lést skyndilega á St. Mary's sjúkrahúsinu í London í gærkvöldi. 

Tilkynning um andlát hennar birtist í the Times í morgun. 

Charlotte var 79 ára og starfaði sem listmálari. Hún var greind með Parkinsons-sjúkdóminn um fertugt. 

Boris Johnson þakkar henni fyrir að hafa kennt sér um jafnt virði hverrar og einnar manneskju. 

Ásamt því að starfa sem listmálari, löngu eftir að hún greindist með sjúkdóminn illvíga, barðist hún fyrir bættri meðferð við Parkinsons. 

Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum að hún hafi látist skyndilega en friðsamlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert