Óvissa hvort Katar taki ábyrgð á flugvelli Kabúl

Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, utanríkisráðherra Katar.
Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, utanríkisráðherra Katar. AFP

Stjórnvöld í Katar segjast ekki ætla að sjá um flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, án skýrs samkomulags við alla sem koma að máli flugvallarins, þar á meðal talíbana.

„Við þurfum að ganga úr skugga um að allt sé skýrt, annars getum við ekki tekið neina ábyrgð á flugvellinum ef ekki er tekið á öllum málum sem tengjast honum,“ sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, í yfirlýsingu.

„Akkúrat núna er verið að ræða stöðu vallarins af því að við þurfum að hafa skýran samning við alla sem koma að málinu, hver sér um tæknilega hluti og hver sér um öryggismál. Það er möguleiki á samstarfi annarra ríkja ef þess þarf, en nú er viðræður einungis á milli okkar, Tyrklands og talíbana.“

mbl.is