Rússnesk herflugvél hvarf sporlaust

Vélin er af gerðinni An-26.
Vélin er af gerðinni An-26. AFP

Rússnesk An-26 herflugvél með sex manns innanborðs hvarf í dag nálægt borginni Khabarovsk, samkvæmt neyðarráðuneyti Rúslands.

Ráðuneytið gaf út að klukkan 18.45 að staðartíma, 8.45 í morgun að íslenskum tíma, hefði flugvél af gerðinni An-26 horfið af ratsjá 38 kílómetrum frá flugvellinum í Khabarovsk.

Ráðuneytið hefur einnig gefið út að sex manns hafi verið um borð í vélinni og að þyrla hafi verið send til að leita hennar.

Leitin hafi verið nokkuð flókin í framkvæmd vegna myrkurs í Khabarovsk og slæmra veðurskilyrða og ekki skilað árangri.

mbl.is