Einár átti að bera vitni gegn glæpasamtökum

Rapparinn Einár.
Rapparinn Einár. AFP

Vegatálmunum hefur verið aflétt í hverfinu Hammarby í Stokkhólmi þar sem rapparinn Nils Grönberg, þekktur sem Einár, var skotinn til bana á fimmtudagskvöld. Enginn grunaður hefur enn verið handtekinn af lögreglu. 

Nú er unnið að því að safna og greina efni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu, að því er SVT greinir frá.

Frá minningarathöfn um Einár í gær.
Frá minningarathöfn um Einár í gær. AFP

Einár var kallaður til vitnis í réttarhöldum gegn glæpasamtökunum Vårbynätverket í Encrochat málinu svokallaða. Leiðtogi glæpasamtakanna er ásakaður um að hafa skipulagt og fyrirskipað sprengingu á heimili sem tengist ættingja Einárs til þess að þvinga viðkomandi til þess að greiða glæpasamtökunum þrjár milljónir sænskra króna, eða því sem nemur um 45 íslenskum króna. 

Leiðtogar glæpasamtakanna og nokkrir aðrir voru dæmdir fyrr á þessu ári fyrir að ræna Einári. 

mbl.is